Antony var sennilega að spila sinn síðasta leik með Manchester United í bili í tapinu gegn Brighton í dag.
Brighton vann leik dagsins á Old Trafford 1-3 en Antony kom inn af bekknum á 84. mínútu.
Brasilíumaðurinn hefur verið arfaslakur frá því hann gekk í raðir United sumarið 2022 fyrir um 100 milljónir evra frá Ajax. Er nafn hans reglulega í umræðunni um verstu kaup sögunnar.
Antony er nú á leið til Real Betis á láni út þessa leiktíð. Fyrr í dag greindi Fabrizio Romano frá því að gengið yrði frá smáatriðum varðandi skiptin eftir leikinn gegn Brighton.
Það er spurning hvort Antony nái að finna sitt fyrra form hjá Ajax á Spáni.
🚨 All parties involved in Antony deal are expecting this to be his last game for Man United this season.
The verbal agreement with Real Betis is almost done and final details of loan move are set to be resolved after today’s game.
Almost there. 🟢⚪️ pic.twitter.com/paRSTlEqN2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2025