fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

433
Sunnudaginn 19. janúar 2025 08:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is

Arnar Gunnlaugsson var í vikunni ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins, en það hafði legið lengi í loftinu. Þorkell telur að ekki eigi að setja of mikla pressu á að hann komi Strákunum okkar á HM á næsta ári, þar sem liðið er í undankeppni með Frakklandi eða Króatíu, Úkraínu og Aserbaídjan.

video
play-sharp-fill

„Ekki horfa bara í þessa undankeppni. Það er bara mjög ólíklegt að við séum að fara á HM í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada. Við eigum bara að horfa á EM 2028, allt fram að því er bónus,“ sagði Þorkell í þættinum.

„En auðvitað viljum við sjá framför á liðinu. Við viljum ekki sjá neina afturför. En hausverkurinn hlýtur fyrst og fremst að vera að smíða varnarlínu,“ bætti hann við.

Hrafnkell tók þennan bolta á lofti.

„Ég held það sé tækifæri til að fara í þriggja manna vörn. Við erum með leikmenn eins og Mikael Egil að spila vængbakvörð í Venezia. Við erum með Guðlaug Victor sem er kominn í hafsentinn hjá Plymouth. Við erum með Sverrri og Hörð. Hörður getur verið vinstra megin þegar hann verður heill, er í raun bestur þar. Svo er fullt af mönnum sem geta spilað vængbakvörð. Þá komum við fyrir þremur miðjumönnum og tveimur framherjum. Ég held að það gæti verið góð lending.“

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður um að metið fræga verði bætt eftir framlenginguna

Sannfærður um að metið fræga verði bætt eftir framlenginguna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Aston Villa – Lewis-Skelly byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Aston Villa – Lewis-Skelly byrjar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“
433Sport
Í gær

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu
Hide picture