Það er allt útlit fyrir að Brasilíumaðurinn Neymar sé að snúa aftur til Santos í heimalandinu frá Al-Hilal.
Neymar hefur lítið spilað frá því hann fór til Sádi-Arabíu sumarið 2023 vegna meiðsla. Skipti hans þangað frá Paris Saint-Germain hafa heilt yfir verið mikil vonbrigði.
Samningur Neymar í Sádí rennur út í sumar og hefur hann verið orðaður við brottför, jafnvel strax í janúar. Chicago Fire í Bandaríkjunum hefur verið nefnt til sögunnar en Santos virðist vera að vinna kapphlaupið.
Félagið er að reyna að fá hann á láni til að byrja með og bíður nú eftir svari frá Al-Hilal.
Neymar yfirgaf Santos og gekk í raðir Barcelona árið 2013. Hann varð svo dýrasti leikmaður sögunnar þegar PSG keypti hann þaðan 2017.
🚨🧨 Neymar Jr, close to returning to Santos as the Brazilian club has now submitted formal loan proposal!
Santos are waiting for green light from Al Hilal, timing depends on the Saudi club.
Santos, way ahead of Chicago Fire in Ney race as @diariodopeixe @clmerlo called. pic.twitter.com/ohn8NwF2hV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2025