Jamie Gittens, leikmaður Borussia Dortmund, verður ansi eftirsóttur næsta sumar og meðal annars af enskum stórliðum.
Gittens er aðeins tvítugur en Englendingurinn er að eiga frábæra leiktíð í Þýskalandi og er nú orðaður við nokkur stórlið.
Bayern Munchen er til að mynda talið á eftir Gittens en Sky í Þýskalandi segir að Chelsea og Manchester United hafi einnig augastað á kantmanninum og séu klár í að veita Bayern samkeppni um hann.
Dortmund hefur átt erfitt uppdráttar og er um miðja deild í Þýskalandi. Nái liðið ekki Meistaradeildarsæti þykir alveg öruggt að Gittens fari annað næsta sumar. Hann er þó samningsbundinn til 2028.