Dele Alli er búinn að ná samkomulagi við Como á Ítalíu og mun leika undir Cesc Fabregas hjá félaginu.
Þetta verður staðfest síðar í dag en Fabrizio Romano greinir frá því að allt sé klappað og klárt.
Como leikur í efstu deild Ítalíu og mun Alli gera um eins árs samning við félagið sem gildir til 2026.
Um er að ræða fyrrum undrabarn sem hefur lítið gert innan vallar síðustu ár og aðallega vegna meiðsla.
Alli gæti framlengt samning sinn ef hann nær að spila ákveðið marga leiki fyrir félagið.