Það er nú útlit fyrir það að bakvörðurinn Alphonso Davies sé ekki á leið til Real Madrid eins og var greint frá í vikunni.
Davies hefur lengi verið á óskalista Real og er sagður hafa rætt við fulltrúa frá félaginu nú á dögunum.
Athletic greinir nú frá því að Davies verði líklega áfram í Þýskalandi þar sem hann spilar með Bayern Munchen.
Þessi 24 ára gamli leikmaður verður samningslaus 2024 en hann mun gera nýjan samning sem gildir til 2029.
Davies er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Bayern og er talinn vera einn besti vinstri bakvörður heims.