Manchester United er tilbúið að lána vængmanninn Antony í janúarglugganum en hann er á óskalista Real Betis.
Blaðamaðurinn Ben Jacobs grenir frá því að United sé einnig tilbúið að borga meira en helming launa leikmannsins ef hann fer til Spánar.
Antony hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford eftir komu frá Ajax en hann er 24 ára gamall í dag.
Betis vill fá leikmanninn lánaðan en getur ekki borgað öll launin þar sem Antony fær 200 þúsund pund á viku í Manchester.
United myndi líklega borga allt að 140 þúsund pund í laun á viku og þá mun Betis sjá um þau 60 þúsund sem standa eftir.