Það er möguleiki á að vængmaðurinn öflugi Gerard Deulofeu sé að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir nokkuð ungan aldur í fótboltanum.
Fjallað er um málið í dag en Deulofeu yfirgaf lið Udinese á Ítalíu í vikunni – ákvörðunin var sameiginleg.
Deulofeu hefur glímt við þrálát hnémeiðsli undanfarin ár en þau tóku sig fyrst upp fyrir um fimm árum síðan.
Þrítugi Spánverjinn hefur áður leikið með liðum eins og Barcelona, Everton og Watford og er í dag atvinnulaus.
Hann fór í aðgerð í janúar 2023 og fékk sýkingu í kjölfarið og hefur aldrei spilað aðalliðsleik síðan þá.