Willian, fyrrum leikmaður Chelsea, Arsenal og Fulham, gæti verið að skrifa undir hjá sínu fjórða úrvalsdeildarfélagi.
Þetta eru fréttir sem koma mörgum á óvart en Willian er 36 ára gamall í dag og er án félags.
Brassinn var látinn fara frá Olympiakos í Grikklandi á síðasta ári og er nú orðaður við Everton sem er í fallbaráttu á Englandi.
Willian átti nokkur góð tímabil með Chelsea á sínum tíma en hann spilaði síðast í deildinni 2024 með Fulham.
Everton getur ekki keypt mikið af leikmönnum í janúarglugganum og skoðar því að fá Willian á frjálsri sölu.