Newcastle 1 – 4 Bournemouth
0-1 Justin Kluivert(‘6)
1-1 Bruno Guimaraes(’25)
1-2 Justin Kluivert(’44)
1-3 Justin Kluivert(’90)
1-4 Milos Kerkez(’90)
Justin Kluivert átti stórleik fyrir Bournemouth í dag sem mætti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Leikurinn var nokkuð fjörugur heilt yfir en það var Hollendingurinn sem reyndist munurinn að þessu sinni.
Kluivert skoraði þrennu fyrir Bournemouth í frábærum útisigri og Milos Kerkez gerði þá eitt undir lok leiks.
Bruno Guimaraes skoraði eina mark Newcastle með fínum skalla en það var langt frá því að duga til í dag.
Kluivert skoraði ekki aðeins þrjú heldur lagði einnig upp síðasta markið á Kerkez.