Arsenal 2 – 2 Aston Villa
1-0 Gabriel Martinelli(’35)
2-0 Kai Havertz(’55)
2-1 Youri Tielemans(’60)
2-2 Ollie Watkins(’68)
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er búinn en Arsenal og Aston Villa áttust við á Emirates.
Leikurinn var heldur betur fjörugur en fjögur mörk voru skoruð og skildu liðin að lokum jöfn.
Arsenal virtist ætla að fagna sigri í þessum leik en heimamenn komust yfir 2-0 og voru í þægilegri stöðu.
Villa náði hins vegar að jafna á aðeins átta mínútum í seinni hálfleik og lokatölur 2-2 í London.