Arsenal þarf að sigra Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag til að halda í við lið Liverpool sem situr á toppi deildarinnar.
Arsenal er í öðru sæti fyrir leikinn í dag og mætir Villa sem hefur ekki tapað í síðustu þremur leikjum sínum.
Arsenal hefur verið á fínu skriði undanfarið og er með 43 stig eftir 21 leik í deild.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Arsenal: Raya, Partey, Timber, Gabriel, Lewis-Skelly, Merino, Rice, Odegaard, Trossard, Martinelli, Havertz.
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Maatsen, Onana, Kamara, Tielemans, Ramsey, Rogers, Watkins.