Áhugi Manchester United á miðverðinum Jarrad Branthwaite hefur minnkað en frá þessu greina enskir miðlar.
United reyndi að fá leikmanninn í sínar raðir sumarið 2024 en Everton hafði ekki áhuga á að selja fyrir minna en 80 milljónir punda.
Nýir eigendur United höfðu mikinn áhuga á að semja við strákinn en óvíst er hvort eitthvað verði úr skiptunum á þessu ári.
Það eru tvær ástæður fyrir því og þar á meðal meiðsli Branthwaite sem hefur spilað 14 leiki á tímabilinu og misst af þónokkrum vegna þess.
Einnig er það framlenging á samningi Harry Maguire sem hefur fengið að spila undanfarið og hefur þótt standa fyrir sínu í öftustu línu.