Neymar verður ekki skráður í leikmannahóp Al-Hilal fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Þetta staðfestir stjóri liðsins.
Brasilíska stórstjarnan kom til Al-Hilal fyrir einu og hálfu ári en hefur afar lítið spilað vegna meiðsla og tíð hans í Sádí mikil vonbrigði.
„Hann verður ekki skráður í hópinn en hann má spila í Meistaradeild Evrópu. Hann er í heimsklassa en sannleikurinn er sá að líkamlega getur hann ekki lengur náð þeim hæðum sem hann gerði eitt sinn,“ segir Jorge Jesus, stjóri Al-Hilal.
Neymar verður samningslaus í sumar og er orðaður frá Al-Hilal, til að mynda til Chicago Fire í Bandaríkjunum. Hinn virti Fabrizio Romano segir til að mynda að áhugi bandaríska félagsins sé sannarlega til staðar.