Víkingur birti hjartnæma kveðju Arnars Gunnlaugssonar nú fyrir skömmu, en hann hefur yfirgefið félagið og tekur til starfa sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Arnar hefur verið hjá Víkingi í sex ár og gjörbreytt öllu í Víkinni, unnið Íslandsmeistaratitilinn tvisvar og bikarinn fjórum sinnum.
„Jæja elsku Víkingarnir mínir. Nú er komið að kveðjustundinni. Það eru blendnar tilfinningar að þurfa að yfirgefa þennan frábæra klúbb en ég veit að framtíðin verður björt undir stjórn nýrra manna sem þið þekkið mjög vel,“ segir Arnar í kveðju sinni.
„Ég vil þakka fyrir öll þessi ár, allar þessar frábæru minningar. Víkingur er mín fjölskylda. Það sem við höfum áorkað saman er stórkostlegt og eitthvað sem þið getið öll verið stolt af. Að vera Víkingur er lífstíll og það eru ákveðin gildi sem þið þekkið öll. Ég trúi því innilega að framtíðin sé björt. Velgengnin mun vera áfram um ókomna framtíð. Takk fyrir mig, ég elska ykkur öll.“
Skilaboð frá Arnari Gunnlaugssyni til allra Víkinga nær og fjær #TakkArnar pic.twitter.com/k0OKOlE21c
— Víkingur (@vikingurfc) January 17, 2025