Erling Braut Haaland staðfestir að hann sé að skrifa undir nýjan samning við Manchester City með athyglisverðri færslu á samfélagsmiðlum, sem félagið hefur nú endurbirt.
Nýr samningur mun gilda í níu og hálft ár eða til 2034. Haaland verður þá launahæsti leikmaður í sögu City.
Haaland gekk í raðir City 2022 og hefur verið algjörlega stórkostlegur síðan og raðað inn mörkum. City hefur innið Englandsmeistaratitilinn á báðum tímabilum Haaland og Meistaradeildina einu sinni.
„Ég verð hér áfram,“ segir Haaland og birtir meðfylgjandi myndband.
🧘🏼♂️👀 pic.twitter.com/IlL3uUhjkT
— Erling Haaland (@ErlingHaaland) January 17, 2025