Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, segist vera búinn að finna fullkominn arftaka fyrir Mohamed Salah.
Það er þá ef Salah er að yfirgefa Liverpool en hann verður samningslaus í sumar og hefur enn ekki krotað undir framlengingu.
Owen er á því máli að Antoine Semenyo sé fullkominn arftaki fyrir Salah en hann er á mála hjá Bournemouth.
Semenyo myndi reynast dýr næsta sumar en hann er bundinn Bournemouth til ársins 2029.
,,Hann er stórkostlegur leikmaður. Hann skorar mörk og í dag vitum við ekki hvort Salah verði áfram,“ sagði Owen.
,,Við vitum ekki hvort hann spili áfram með Liverpool eða fari annað. Ef hann fer þá ætti Semenyo að taka við af honum.“