Víkingur spilar heimaleik sinn í Sambandsdeildinni gegn Panathinaikos í Helsinki samkvæmt sparkspekingnum og hlaðvarpsstjörnunni Kristjáni Óla Sigurðssyni, en þetta segir hann á samfélagsmiðlinum X.
Víkingurinn er kominn í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir frábæran árangur í deildarkeppninni fyrir áramót og mætir þar gríska stórliðinu Panathinkaikos.
Þó Víkingur hafi spilað á Kópavogsvelli á undanþágu frá UEFA í deildarkeppninni er það ekki í boði á þessu stigi keppninnar og þarf því að finna leikstað fyrir heimaleik Víkings.
Mikið hefur verið talað um Kaupmannahafnarsvæðið en Kristján segir að leikurinn fari fram í Finnlandi.
Fyrri leikurinn er heimaleikur Víkings og fer fram fimmtudaginn 13. febrúar. Seinni leikurinn verður í Grikklandi viku síðar.