Dómarinn Robert Jones tók rétta ákvörðun á dögunum er hann dæmdi leik Chelsea og Bournemouth í efstu deild.
Mjög umdeild atvil átti sér stað í leiknum en David Brooks braut þá ansi groddaralega á bakverðinum Marc Cucurella.
Brooks stöðvaði Cucurella er Chelsea var að hefja skyndisókn með því að setja hendina fyrir framan andlit leikmannsins.
Jones fór í skjáinn og ákvað að lokum að spjaldið yrði aðeins gult – eitthvað sem kom mörgum á óvart.
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í úrvalsdeildinni, tekur undir þessa ákvörðun Jones og segir hana rétta.
Gallagher segir að Brooks hafi ekki ætlað að meiða Cucurella og að hann hafi togað aðeins í treyju leikmannsins sem verðskuldaði gult spjald.