Nýliðar Ipswich Town eru búnir að krækja í Jaden Philogene frá Aston Villa.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem Ipswich borgar 20 milljónir punda fyrir.
Philogene er uppalinn hjá Villa en verið lánaður til Stoke, Cardiff og Hull á tíma sínum hjá félaginu.
Kantmaðurinn vildi aukinn spiltíma og yfirgefur því Villa fyrir Ipswich, sem er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tekur á móti Brighton í kvöld.
It’s time to dance. 🕺 pic.twitter.com/iiBVQaS5wF
— IPSWICH TOWN (@IpswichTown) January 15, 2025