Neymar hefur rætt við bandaríska félagið Chicago Fire, með þann möguleika fyrir augum að ganga í raðir félagsins.
Það er franski miðillinn Foot Mercato sem heldur þessu fram, en Neymar verður samningslaus eftir misheppnaða dvöl í Sádi-Arabíu í sumar.
Þar er Brasilíumaðurinn á mála hjá Al-Hilal. Hann hefur aðeins spilað sjö leiki fyrir félagið síðan hann kom þangað sumarið 2023 vegna meiðsla.
Neymar er nú sagður í viðræðum við Chicago Fire um tveggja ára samning. Þetta er ekki fyrsta bandaríska félagið sem hann er orðaður við, en Lionel Messi og félagar í Inter Miami eru einnig reglulega nefndir til sögunnar í tengslum við framíð Neymar.
Þekkt nöfn á borð við Xherdan Shaqiri og Christian Benteke eru á mála hjá Chicago Fire.