Jón Daði Böðvarsson hefur söðlað um lið á Englandi á ný og er mættur til Burton Albion í C-deildinni.
Samningur hins 32 ára gamla Jóns Daða við Wrexham rann út um áramótin og var honum því frjálst að semja annars staðar.
Nú er hann mættur til Burton sem er á botni C-deildarinnar, 11 stigum frá öruggu sæti. Hann semur út leiktíðina.
Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, hefur spilað lengi í enska boltanum. Auk Wrexham hafði hann áður spilað með Bolton, Millwall, Reading og Wolves.
„Það er frábært að vera komin hingað. Ég hlakka til að hitta liðsfélagana og vonandi get ég hjálpað liðinu að klifra upp töfluna,“ sagði Jón Daði við undirskrift.
Burton Albion is pleased to announce the permanent signing of Jón Dadi Bödvarsson on a short-term contract 🤝#BAFC
Read more below👇👇👇
— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 16, 2025