Arnar Gunnlaugsson var í gær kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlalandsliðs Íslands. Þetta var auðvitað til umræðu í þætti Þungavigtarinnar í dag.
Þar veltu menn því til að mynda upp hvað myndi breytast með komu Arnars, sem tekur til starfa hjá KSÍ eftir frábæran tíma með Víkingi.
„Hann ýjaði nú að gamla bandinu. Sjáum við mögulega Birki Bjarnason dúkka upp? Hann er að spila reglulega með Brescia í B-deildinni á Ítalíu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, en Birkir var úti í kuldanum hjá fyrrverandi þjálfaranum Age Hareide.
„Það er alltaf þannig að þjálfari á leikmenn sem forvera hans kannski líkaði við,“ svaraði Kristján og hélt áfram. „Svo er líka spurning um hvaða hvaða leikkerfi hann er að spila. Hann hefur bæði spilað 4-3-3 með Víkingana og 4-4-2. Við vorum að spila með Andra og Orra uppi á topp í síðustu leikjum með ágætis árangri.“
Aðstoðarþjálfaramálin voru einnig rædd. Davíð Snorri Jónasson er sem stendur aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
„Það væri eðlilegt að hann fengi bara að velja sér aðstoðarþjálfara. Það getur vel verið að það sé bara Davíð Snorri,“ sagði Mikael Nikulásson.