West Ham hefur augastað á Andre Silva, framerja RB Leipzig, en félagið er í leit að framherja til að snúa við gengi sínu.
Guardian segir frá þessu, en Graham Potter nýr stjóri West Ham hefur lagt mikla áherslu á að sækja framherja.
Silva, sem er fyrrum framherji liða eins og AC Milan og Frankfurt, gæti verið fáanlegur nú janúarglugganum þar sem hann er ekki fastamaður hjá Leipzig.
Silva er 29 ára gamall og á að baki 53 A-landsleiki fyrir Portúgal. Er hann með 19 mörk í þeim.