Gylfi var ekki mikið notaður af Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, í kjölfar þess að hann sneri aftur á knattspyrnuvöllinn. Annað verður uppi á tengingnum með Arnar í brúnni.
„Já, klárlega (mun ég nota hann). Ef ég þekki hann rétt brennur hann enn fyrir landsliðið. Hann þarf að vera hungraður, í standi og mögulega átta sig á að hann geti ekki spilað miðvikudaga og laugardaga,“ sagði Arnar við 433.is í dag.
„Ef hann er í standi mun Gylfi Þór Sigurðsson alltaf fá hlutverk í mínu liði,“ bætti hann við.
Gylfi, sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, var síðast í hópi Íslands í október en spilaði þá aðeins sjö mínútur.