Manchester United vann endurkomusigur á botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Heimamenn voru heillum horfnir lengi vel og komst Southampton yfir undir lok fyrri hálfleiks með sjálfsmarki Manuel Ugarte.
Það stefndi í sigur botnliðsins þegar Amad Diallo tók málin í sínar eigin hendur. Hann jafnaði leikinn á 82. mínútu og á 90. mínútu kom hann þeim yfir.
Amad var þó ekki hættur því í uppbótartíma stal hann boltanum af varnarmanni Southampton og setti botann í autt markið. Lokatölur 3-1.
United er þar með komið upp í 12. sæti, 10 stigum frá fallsæti. Southampton er áfram á botni deildarinnar með 6 stig.