Það er möguleiki á að Erik ten Hag sé að snúa aftur til starfa samkvæmt fréttum frá Þýskalandi og þar á meðal Sky Sports.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United fyrr á tímabilinu og hefur verið atvinnulaus undanfarna tvo mánuði.
Samkvæmt Sky fékk Ten Hag að skoða aðstöðuna hjá Borussia Dortmund í síðustu viku og er í kjölfarið orðaður við starfið.
Nuri Sahin er stjóri Dortmund í dag en hann gæti verið undir töluverðri pressu eftir slæmt tap gegn Holstein Kiel í gær.
Það er þó tekið fram að samband Ten Hag og Matthias Sammer, ráðgjafa Dortmund, sé virkilega gott og tengist heimsóknin ekki slæmu gengi liðsins.
Stjórn Dortmund mun líklega gefa Sahin meiri tíma til að snúa genginu við en liðið situr í áttunda sæti deildarinnar.