Reece James, fyrirliði Chelsea, skoraði mikilvægt mark fyrir liðið í gær í 2-2 jafntefli við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
James kom inná sem varamaður í leiknum en hann skoraði úr aukaspyrnu undir lok leiks til að tryggja stig.
Chelsea átti 26 marktilraunir í leiknum en mistókst að klára verkefnið – eitthvað sem fór verulega í taugarnar á bakverðinum.
Þrátt fyrir jöfnunarmarkið var James nokkuð pirraður eftir leik en hann ræddi við enska fjölmiðla eftir lokaflautið.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn eru úrslitin ekki sanngjörn. Við fengum færi sem við áttum að nýta í fyrri hálfleik og áttum að klára viðureignina,“ sagði James.
,,Það getur bitið þig í rassinn að lokum. Það gerist í öllum deildum, ef þú nýtir ekki færin þá getur það alltaf komið í bakið á þér.“