fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Segir að úrslitin í gær hafi ekki verið sanngjörn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 21:21

Maresca og Reece James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reece James, fyrirliði Chelsea, skoraði mikilvægt mark fyrir liðið í gær í 2-2 jafntefli við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

James kom inná sem varamaður í leiknum en hann skoraði úr aukaspyrnu undir lok leiks til að tryggja stig.

Chelsea átti 26 marktilraunir í leiknum en mistókst að klára verkefnið – eitthvað sem fór verulega í taugarnar á bakverðinum.

Þrátt fyrir jöfnunarmarkið var James nokkuð pirraður eftir leik en hann ræddi við enska fjölmiðla eftir lokaflautið.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn eru úrslitin ekki sanngjörn. Við fengum færi sem við áttum að nýta í fyrri hálfleik og áttum að klára viðureignina,“ sagði James.

,,Það getur bitið þig í rassinn að lokum. Það gerist í öllum deildum, ef þú nýtir ekki færin þá getur það alltaf komið í bakið á þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar: „Mér hugnast það illa“

Arnar: „Mér hugnast það illa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“