Loris Karius hefur fundið sér nýtt félag en hann hefur skrifað undir í heimalandi sínu Þýskalandi.
Karius er fyrrum markvörður Liverpool og Newcastle en hann yfirgaf það síðarnefnda árið 2024.
Það var kærasta leikmannsins, Diletta Leotta, sem fékk lokaorðið í þeirri ákvörðun en hún hafði engan áhuga á að búa í borginni.
Hún er sjálf búsett í Milan en Karius var orðaður við félög á Ítalíu fyrr í vetur og má nefna Monza sem er í efstu deild.
Nú hefur Karius skrifað undir hjá Schalke í næst efstu deild Þýskalands þar sem liðið situr í 13. sæti.