Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir Lille íu gær er liðið mætti Marseille í Frakklandi.
Um var að ræða leik í franska bikarnum en Hákon kom Lille yfir með marki á 68. mínútu.
Marseille jafnaði metin í blálokin og tryggði vítakeppni en Luis Henrique sá um að skora það mark.
Tveir leikmenn Marseille klikkuðu á vítapunktinum í vítakeppni í kjölfarið og hefur Lille betur í 16-liða úrslitum.
Hákon fékk ekki að taka víti en hann var tekinn af velli á 90. mínútu.
OLYMPIQUE DE MARSEILLE 0-1 LILLE OSC
⚽ 68′ Hakon Arnar Haraldsson (#LOSC)
🅰️ Jonathan David#CoupeDeFrance
pic.twitter.com/s8Xyp9jgmE— Live Goal Hub (@LiveGoalHub) January 14, 2025