Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virtist vera bálreður í gær eftir leik sinna manna við Brentford í efstu deild.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en City komst 2-0 yfir áður en heimaliðið skoraði tvö mörk til að jafna metin.
Guardiola virkaði bálreiður út í markvörðinn Stefan Ortega eftir lokaflautið en hann átti ekki sinn besta leik.
Guardiola virtist vera ósáttur með frammistöðu markvarðarins í viðureigninni og ræddi við hann í dágóðan tíma á vellinum.
Myndband af þessu má sjá hér.
Pep Guardiola GOES OFF at Stefan Ortega after Manchester City blew a two-goal lead 😡
Watch 📲 https://t.co/pw74sTKZ7u pic.twitter.com/r4ju4KX6zq
— Optus Sport (@OptusSport) January 14, 2025