Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins en þetta var staðfest í kvöld.
Það er KSÍ sem staðfestir fréttirnar en Arnar yfirgefur lið Víkings Reykjavíkur þar sem hann hefur náð frábærum árangri.
Arnar hefur lengi verið orðaður við starfið sem var laust eftir að samningur Age Hareide rann út í fyrra.
Arnar verður 52 ára gamall á þessu ári en hann var landsliðsmaður á sínum tíma og lék einnig í ensku úrvalsdeildinni.
Stjórn KSÍ fundaði um málið í kvöld og kemur fram í tilkynningunni að sambandið bjóði hann velkominn til starfa.