Manchester United sló Arsenal úr leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær eftir vítaspyrnukeppni. Kai Havertz var sá eini sem klikkaði á víti í keppninni og hefur kærasta hans mátt þola viðbjóðsleg skilaboð í kjölfarið.
Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær en Gabriel jafnaði fyrir Arsenal. Lokatölur venjulegs leiktíma og framlengingar voru 1-1 og því farið í vítaspyrnukeppni, þar sem United vann eins og áður segir.
Eiginkona Havertz, Sophia, hefur birt nokkur skjáskot af skilaboðum sem hún fékk í kjölfar tapsins. Sneru þau að ófæddu barni parsins.
„Ég vona að þú missir fóstur,“ stóð til að mynda í einum skilaboðum og fleiri voru á sama veg.
„Að einhver haldi að það sé í lagi að skrifa svona finnst mér ótrúlegt. Vonandi kunniði að skammast ykkar. Ég veit ekki hvað ég á að segja en sýnið meiri virðingu. Við erum betri en þetta,“ segir Sophia í kjölfar skilaboðanna.