Það var mikill hiti í leik Arsenal og Manchester United í gær.
Eftir rólegan og markalausan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn við í þeim seinni. Bruno Fernandes kom United yfir og skömmu síðar fékk Diogo Dalot sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Gabriel jafnaði fyrir Arsenal áður en Skytturnar fengu svo víti þegar Kai Havertz fór niður í teignum eftir samstuð við Harry Maguire. Þjóðverjinn virtist fara ansi auðveldlega niður en það var ekkert VAR í gær til að snúa dómnum við.
Allt varð vitlaust í kjölfarið og Maguire virkilega reiður. Virðist hann hafa kallað Havertz „svindlara“ í kjölfar atviksins.
Martin Ödegaard klikkaði þó á vítinu og það reyndist dýrkeypt því United vann viðureignina í vítaspyrnukeppni.
Maguire calling Havertz a cheating s**thouse 🤣👊🏴 pic.twitter.com/4y6BNRdJ2r
— Football Fights (@footbalIfights) January 12, 2025