Millwall var síðasta liðið til að tryggja sig inn í 4. umferð enska bikarsins með sigri á utandeildarliði Dagenham & Redbridge í kvöld.
Mishailo Ivanovic, Casper de Norre og Raees Bangura-Williams skoruðu mörk liðsins í 3-0 sigri í kvöld.
Milwall, sem spilar í ensku B-deildinni, mætir Leeds í næstu umferð, en dregið var í gær.