Færsla Manchester United eftir sigur á Arsenal í gær hefur vakið mikla athygli. Liðin mættust í enska bikarnum og vann United eftir vítaspyrnukeppni.
Eftir rólegan og markalausan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn við í þeim seinni. Bruno Fernandes kom United yfir og skömmu síðar fékk Diogo Dalot sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Gabriel jafnaði fyrir Arsenal áður en Skytturnar fengu svo umdeilt víti þegar Kai Havertz fór niður í teignum eftir samstuð við Harry Maguire. Martin Ödeggard fór á punktinn en klikkaði.
Meira var ekki skorað og United vann svo leikinn í vítaspyrnukeppni.
Vítaspyrnudómurinn í leiknum sat greinilega enn í þeim sem stýrir aðgangi United á X því þar stóð einfaldlega: „Réttlæti“ eftir leik. Hefur þetta vakið mikla athygli.
Justice.
— Manchester United (@ManUtd) January 12, 2025