Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, setti vafasamt met í sigrinum á Arsenal í enska bikarnum.
Leikurinn var hádramatískur og fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Átta gul spjöld voru gefin í leiknum og eitt rautt. Fékk Fernandes eitt gulu spjaldanna.
Þetta var 50. spjaldið sem hann fær sem leikmaður United. Frá því hann gekk í raðir United í byrjun árs 2020 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni fengið fleiri spjöld í öllum keppnum.
47 af þessum spjöldum hafa verið gul og 3 af þeim rauð.
50 – Since his Manchester United debut in February 2020, no Premier League player has received more cautions and red cards combined in all competitions than Bruno Fernandes (50 – 47 yellow cards, 3 red cards). Footwear. pic.twitter.com/eLLtcRShIP
— OptaJoe (@OptaJoe) January 12, 2025