Það eru ófá félög sem eru orðuð við enska landsliðsmanninn Marcus Rashford þessa stundina en hann leikur með Manchester United.
Rashford vill komast annað í janúarglugganum en hann hefur viðurkennt að hann þurfi á nýrri áskorun að halda á ferlinum.
Fjölmörg lið hafa verið nefnd til sögunnar og þar á meðal West Ham og Barcelona.
Talið er að United muni lána Rashford í þessum glugga og verður hann svo mögulega seldur næsta sumar.
Nú er Monaco í frönsku deildinni talið sýna Rashford mikinn áhuga samkvæmt Telegraph en Paris Saint-Germain í sömu deild er einnig áhugasamt.