Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Brann í norsku úrvalsdeildinni en þetta var staðfest nú í kvöld.
Freyr mætti til Noregs í kvöld og náðu norskir blaðamenn myndum af þessum fyrrum þjálfara Kortrijk og Lyngby.
Freyr var nýlega látinn fara frá Kortrijk í Belgíu en hann gerði góða hluti þar og tókst að halda liðinu í efstu deild á síðustu leiktíð.
Nú er ljóst að Freyr tekur ekki við íslenska landsliðinu en hann var orðaður við starfið ásamt Arnari Gunnlaugssyni.
Freyr er aðeins 42 ára gamall og á nóg eftir á þjálfaraferlinum en hann er einnig fyrrum landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins.