Eins og flestir vita er Mohamed Salah að eiga ótrúlegt tímabil með Liverpool.
Egyptinn er á sínu sjöunda tímabili í Bítlaborginni og er þetta eitt hans allra besta hingað til.
Salah er kominn með 18 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er. Það þýðir mark eða stoðsending á 54 mínútna fresti.
Ef litið er til þess tölfæðiþáttar er þetta hans besta leiktíð með Liverpool hingað til.
Fyrra met hans var mark eða stoðsending á 70 mínútna fresti tímabilið 2017-2018, hans fyrstu leiktíð með Liverpool.
54 – Mohamed Salah is averaging a goal or assist every 54 minutes in the Premier League this season. His previous-best ratio came in his first campaign for Liverpool, averaging one every 70 minutes in 2017-18. Longevity. pic.twitter.com/qscAFEN3R4
— OptaJoe (@OptaJoe) January 9, 2025