Manchester City var svo sannarlega í stuði í enska bikarnum í kvöld er liðið mætti Salford á heimavelli sínum, Etihad.
City var fyrir leik talið mun sigurstanglegra liðið og stóðst væntingar í stórkostlegum 8-0 sigri á fjórðu deildar liðinu.
James McAtee átti mjög góðan leik fyrir heimaliðið en hann skoraði þrennu í viðureigninni og komu öll hans mörk í seinni hálfleik.
City tefldi fram ansi ungu liði í þessum leik og komust þeir Divin Mubama og Nico O’Reilly einnig á blað.