Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður á handbolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var farið um víðan völl í þættinum og meðal annars rætt um enska boltann. Manchester United heimsótti Liverpool um síðustu helgi og náði í gott 2-2 jafntefli.
„Mér fannst mikil bæting á þeim. Það kemur svo í ljós hvort þetta hafi verið bara einn leikur á móti Liverpool eins og á móti City um daginn, þar sem þeir gátu gírað sig upp, eða eru þetta bara aular?“ sagði Hrafnkell.
„Þetta er drullugott lið með drullugóða leikmenn. Þeir geta hent í svona frammistöður bara ef þeir nenna því. Þetta er ekkert flóknara en það.“
Umræðan í heild er í spilaranum.