Skipti Neymar til Al-Hilal í Sádi-Arabíu hafa verið mikil vonbrigði. Brasilíumaðurinn hefur þó þénað vel þar í landi.
Neymar gekk í raðir Al-Hilal frá Paris Saint-Germain sumarið 2023 en hefur mest megnis verið meiddur síðan.
Nú hafa laun hans 2024 verið tekin saman, en Neymar spilaði aðeins 42 mínútur á árinu. Þó fékk hann 101 milljón evra greidda.
Það þýðir að hann fékk 50,5 milljónir evra fyrir hvorn þeirra tveggja leikja sem hann kom við sögu í, 2,4 milljónir evra á mínútuna og 1,1 milljón evra fyrir hverja snertingu. Það gera tæpar 160 milljónir íslenskra króna í hvert sinn sem hann snerti boltann.
Samningur Neymar í Sádí rennur út í sumar og má gera ráð fyrir að hann fari annað. Hann hefur verið orðaður við Lionel Messi og félaga í Inter Miami.