Everton hefur staðfest það að David Moyes sé nýr stjóri félagsins og tekur hann við af Sean Dyche.
Moyes þekkir svo sannarlega vel til Everton en hann starfaði hjá félaginu frá 2002 til 2013.
Moyes hefur verið atvinnulaus undanfarna mánuði en hann var rekinn frá West Ham síðasta sumar.
Skotinn hefur einnig þjálfað lið eins og Manchester United og Real Sociedad á sínum ferli.
Everton er í fallbaráttu á Englandi og á Moyes erfitt verkefni framundan í vetur.