Kyle Walker hefur töluvert verið orðaður frá Manchester City undanfarið og var stjóri liðsins Pep Guardiola spurður út í stöðu hans.
Þessi reynslumikli bakvörður hefur verið lykilhlekkur í liði City undanfarin ár en það er farið að hægjast á honum. Þá gætu málefni hans utan vallar orðið til þess að það henti honum og hans fjölskyldu vel að flytja til Sádí.
„Ég veit ekki hvar gerist,“ sagði Guardiola og hélt áfram.
„Hann er kannski ekki að fá jafnmargar mínútur og hann á að venjast en Rico Lewis er að spila mjög vel. Ég tek ákvörðun um það hver spilar.“