Lamine Yamal er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims í dag en hann spilar fyrir Barcelona.
Yamal er aðeins 17 ára gamall og er gríðarlegt efni en hann mætti á marga leiki Barcelona sem krakki og horfði minna á Lionel Messi en margir.
Hetja Yamal var Brasilíumaðurinn Neymar sem er í dag hjá Al-Hilal í Sádi Arabíu en var þó frábær fyrir Börsunga á sínum tíma.
,,Ég var fimm ára gamall þegar ég sá hann hjá Santos en þegar ég var sjö ára þá sá ég hann spila á Nou Camp fyrir Barcelona,“ sagði Yamal.
,,Það var ótrúlegt að fylgjast með honum. Já það er rétt að Messi hafi líka verið þarna en hann var eitthvað annað.“
,,Neymar hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Hann er stjarna, hann er goðsögn.“