Alexander Isak, framherji Newcastle, er leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Isak er að eiga frábært tímabil með Newcastle, sem er í fimmta sæti deildarinnar, og skoraði átta mörk og lagði upp tvö í jólamánuðinum einum saman.
A seriously impressive month for @NUFC's star striker ⚫️⚪️
Alexander Isak is December's @EASPORTSFC Player of the Month winner!#PLAwards pic.twitter.com/Zw6Pwuup4W
— Premier League (@premierleague) January 10, 2025
Nuno Espirito Santo er þá stjóri mánaðarsins. Undir hans stjórn er Nottingham Forest afar óvænt í titilbaráttu og vann fimm leiki í desember.
Þetta er í annað skiptið á leiktíðinni sem Nuno hlýtur verðlaunin.
Five wins in December, and a second @BarclaysFooty Manager of the Month award of the season for Nuno Espirito Santo! 👏#PLAwards | @NFFC pic.twitter.com/jygTiQ3XX9
— Premier League (@premierleague) January 10, 2025