Amad Diallo hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United en frá þessu var greint í gærkvöldi.
Diallo er 22 ára gamall vængmaður en hann er loksins að fá alvöru spilatíma með aðalliði enska félagsins.
Diallo hefur verið einn besti ef ekki besti leikmaður United á tímabilinu og fær nýjan samning vegna þess.
Diallo hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur sjö á tímabilinu og er nú bundinn til ársins 2030.