Trent Alexander-Arnold var á varamannabekk Liverpool í 1-0 tapinu gegn Tottenham í gær í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.
Framtíð Trent hefur verið í umræðunni, en hann er sterklega orðaður við Real Madrid. Margir stuðningsmenn Liverpool virðast orðnir pirraðir á honum, þá sérstaklega eftir arfaslaka frammistöðu gegn Manchester United um síðustu helgi.
Þegar Trent gerði sér leið á varamannabekkinn í gær reyndu stuðningsmenn sem höfðu ferðast til London þó að hughreysta hann. „Við stöndum enn með þér,“ var til að mynda sagt.
Það sem hefur þó vakið athygli og áhyggjur hjá mörgum er það að Trent sýndi algjörlega engin viðbrögð við þessu.
„Hann lætur eins og stuðningsmenn séu ekki til,“ skrifaði einn netverji eftir að myndbandið birtist.
„Ég hef miklar áhyggjur af hugarfari hans undanfarið,“ skrifaði annar.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
Liverpool fans giving words of encouragement to Trent Alexander-Arnold.
— The Anfield Buzz (@TheAnfieldBuzz) January 8, 2025