West Ham staðfesti í dag ráðninguna á Graham Potter, en hann tekur við af Julien Lopetegui sem var rekinn í gær.
Tímabilið hefur verið vonbrigði hjá West Ham og tvö töp, gegn Manchester City og Liverpool, þar sem liðið fékk á sig níu mörk reyndist síðasti naglinn í kistu Lopetegui.
Potter er nú fenginn til að snúa genginu við. Hann var síðast með Chelsea en var rekinn þaðan vorið 2023. Hann hefur einnig stýrt Brighton og Swansea á Englandi.
Fyrsti leikur Potter við stjórnvölinn verður gegn Aston Villa á útivelli í enska bikarnum annað kvöld.
Ready to get started 👊 pic.twitter.com/AL21dQwFOL
— West Ham United (@WestHam) January 9, 2025